Almenningsálit


Segðu þitt álit á vörum og þjónustu

Stjörnur.is er vettvangur almennings til þess að benda á hvað er vel gert, og hverju er ábótavant.

Hvernig?Hvernig?
 1. Skref 1 FB auðkenning Auðkenndu þig með Facebook
 2. Skref 2 Leit að þjónustuaðila Leitaðu að þjónustuaðila að eigin vali
 3. Skref 3 Velja stjörnur Veldu að gefa stjörnur þegar
  þjónustuaðili er fundinn
 4. Skref 4 Skrá ummæli Skráðu ummæli og staðfestu
  Einfalt og fljótlegt!

Smástirni

Svala Ástríðardóttir, nýjustu ummæli

 • Svala Ástríðardóttir 2. nóv 2011 15:13

  4 stjörnur

  afbragðs þjónusta

  skrapp í hádeginu og fékk ný dekk og smurningu undir kaggann minn, fékk skjóta þjónustu og fínt verð, vildi bæta við fimmtu stjörnunni en dekkin verða að vera eins góð og þeir lofuðu til að vinna þá inn. Nóg af blöðum að lesa, íslensk bíómynd í biðsalnum, afbragðs barnahorn, kaffi og aðgangur að tölvum með netaðgang. Glæsilegt!

  Svara
 • Svala Ástríðardóttir 22. sep 2011 15:55

  5 stjörnur

  Elska grillaðann kjúlla frá þeim

  Ég hreinlega elska það að skjótast inní Nóatún á leiðinni heim ef ég nenni ekki að elda og kippa með mér grilluðum kjúlla og frönskum. Miklu ódýrari skyndibiti en margur annar.

  (Skrifað um afgreiðslustaðinn Þjóðhildarstíg 2)

  Svara
 • Svala Ástríðardóttir 23. ágú 2011 10:04

  5 stjörnur

  Frábær skírnarterta

  Ég keypti skírnartertuna fyrir dóttur mína í Okkar bakaríi og fékk framúrskarandi þjónustu. Hægt var að velja um svo margt og fékk ég góðar leiðbeiningar um hvað myndi henta best. Sótti svo tertuna á umsömdum tíma og hún var gullfalleg og virkilega bragðgóð. Ekki skemmir fyrir að hún var á einstaklega góðu verði.

  Svara
 • Svala Ástríðardóttir 17. ágú 2011 14:52

  5 stjörnur

  Fljót og góð þjónusta

  Ég varð fyrir því óláni að tímareimin í bílnum gaf sig fyrir tímann, fór með bílinn í Vélaland sem unnu verkið á sínum tíma og þeir gerðu við bílinn mér að kostnaðarlausu og gat ég sótt hann morguninn eftir! Fyrirmyndarþjónusta!

  Svara
 • Svala Ástríðardóttir 17. ágú 2011 14:42

  4 stjörnur

  Góð þjónusta um borð

  Ég fór í sumarfrí með fjölskylduna, flaug til Danmerkur með manninum og börnunum mínum sem eru 5 ára og 1 árs. Ég fékk fyrirmyndarþjónustu um borð og vel gætt að því að börnunum og okkur liði vel í fluginu. Okkur fannst leiðinlegt að lenda akkúrat í flugvél sem var ekki með afþreyingarkerfi um borð en það var bætt fyrir það með láni á psp tölvum sem hægt var að horfa á þætti og kvikmyndir í. Icelandair er fyrirmyndarflugfélag.

  Svara
Topplistarnir!

Auglýsingar


 

Stjörnur.is og Facebook

Til að geta skráð ummæli á vefnum Stjörnur.is þarf að auðkenna sig með Facebook skráningu.

Stjörnur.is fá þá heimild til að sækja nafn, mynd og netfang frá Facebook og nota nafn og mynd til að sýna höfund ummæla.

Netfangið er eingungis notað til að geta sent höfundi tilkynningu um breytingu á ummælum s.s. ef fyrirtæki svarar ummælunum.

Netfang verður ekki undir neinum kringumstæðum afhent óviðkomandi aðilum eða birt.