Almenningsálit


Um Stjörnur.is

Stjörnur.is er eini íslenski ummælavefurinn þar sem hægt er að gefa /eða skoða stjörnur og ummæli fyrir öll fyrirtæki á Íslandi.

Megin hlutverk Stjörnur.is er að skapa vettvang þar sem neytendur geta lýst sinni upplifun af vöru og þjónustu  og þar með auðveldað öðrum neytendum ákvarðanatöku þegar kemur að vali þjónustuaðila. Stjörnur.is er einnig vettvangur fyrir fyrirtæki til að fylgjast með upplifun neytenda og gefst þeim þar tækifæri til að taka þátt í samtalinu og svara ummælum sinna viðskiptavina. Það er von okkar að sem flest fyrirtæki nýti sér það tækifæri og taki virkan þátt í samtali við neytendur.

Í dag er hægt að gefa fyrirtækjum stjörnur í gegnum Stjörnur.is og Stjörnur.is appið. Stjörnugjöf fyrirtækja er einnig sýnileg á Já.is og í Já.is appinu.

 

Stjörnur.is er í eigu Já hf. sem sér jafnframt um rekstur vefjarins. Hægt er að hafa samband við ritstjórn vefjarins með því að senda tölvupóst á netfangið stjornur@stjornur.is.

 


 

Stjörnur.is og Facebook

Til að geta skráð ummæli á vefnum Stjörnur.is þarf að auðkenna sig með Facebook skráningu.

Stjörnur.is fá þá heimild til að sækja nafn, mynd og netfang frá Facebook og nota nafn og mynd til að sýna höfund ummæla.

Netfangið er eingungis notað til að geta sent höfundi tilkynningu um breytingu á ummælum s.s. ef fyrirtæki svarar ummælunum.

Netfang verður ekki undir neinum kringumstæðum afhent óviðkomandi aðilum eða birt.