Almenningsálit


Spurningar & svör

Hvað eru Stjörnur.is?
Stjörnur.is er ummælavefur sem gefur neytendum kost á að lesa og skrifa umsagnir um fyrirtæki og þjónustuaðila á Íslandi. Til þess að finna fyrirtæki getur þú leitað eftir nafni, heimilisfangi, símanúmeri eða notað leitarorð.

 

Af hverju fer röðun á topplistum ekki alltaf eftir fjölda stjarna?
Við röðun er tekið tillit til þriggja þátta; fjölda ummæla, fjölda stjarna og dreifingu (fjölda fárra eða margra stjarna). Stuðst er við svo kallað "Wilson score" við þessa útreikninga og er almennt álitið að það skili sanngjarnri röðun þar sem tekið er tillit til fleiri en eins þáttar.

 

Hvenær birtist umsögn mín?
Þegar þú hefur smellt á “Senda” samþykkir þú að umsögn þín megi birtast opinberlega á vefnum Stjörnur.is. Umsagnir birtast venjulega innan nokkurra mínútna.

 

Getur hver sem er skrifað umsögn?
Já, hver er getur skrifað umsögn að því gefnu að viðkomandi sé innskráður.

 

Get ég skrifað umsagnir nafnlaust?
Nei, við gefum ekki kost á því að umsagnir séu skrifaðar nafnlaust.

 

Af hverju þurfa Stjörnur.is netfangið mitt?
Við viljum geta haft samband við umsagnaraðila t.d. ef fyrirtæki svarar umsögn þinni eða til að staðfesta réttmæti umsagnar.

 

Get ég breytt eða eytt umsögn minni?
Það er ekki hægt að eyða umsögn en þú getur breytt þinni eigin umsögn innan sólahrings frá því að hún er skrifuð, t.d. ef þú gerir mistök við innslátt.  Mundu líka að þú getur alltaf skrifað nýja umsögn fyrir sama fyrirtæki og/eða þjónustuaðila.

 


 

Stjörnur.is og Facebook

Til að geta skráð ummæli á vefnum Stjörnur.is þarf að auðkenna sig með Facebook skráningu.

Stjörnur.is fá þá heimild til að sækja nafn, mynd og netfang frá Facebook og nota nafn og mynd til að sýna höfund ummæla.

Netfangið er eingungis notað til að geta sent höfundi tilkynningu um breytingu á ummælum s.s. ef fyrirtæki svarar ummælunum.

Netfang verður ekki undir neinum kringumstæðum afhent óviðkomandi aðilum eða birt.