Almenningsálit


Notkunarskilmálar Stjörnur.is

Hafið í huga

Gott er að hafa eftirfarandi í huga þegar ummæli eru gefin:

Við hvetjum alla notendur Stjörnur.is til að lesa skilmála Stjörnur.is í held en þá má finna hér að neðan.

 

Gildissvið skilmála

Neðangreindir skilmálar eiga við um vefsíðu þessa, Stjörnur.is, hér eftir nefnd „vefsíðan”, notkun hennar og upplýsingar sem er að finna á henni. Til vefsíðunnar teljast allar upplýsingar, staðhæfingar og texti af öðrum toga, auk mynda, teikninga og alls annars efnis sem er að finna á henni, hér eftir einnig nefnt „upplýsingarnar”. 

Lestur upplýsinganna og notkun vefsíðunnar, þar á meðal skráning umsagna, er háð þeim fyrirvörum sem er að finna í skilmálum þessum. Með því að nýta vefsíðuna og kynna þér efni upplýsinganna samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

Höfundarréttur og takmarkanir á notkun upplýsinga

Vefsíðan í heild sinni er eign Já hf., hér eftir einnig nefnt „Já“. Á Já því allan höfundarétt að upplýsingum sem er að finna á vefsíðunni. Höfundarréttur Já að umsögnum sem birtast á vefsíðunni er takmarkaður við birtingar- og nýtingarrétt, auk réttar til eintakagerðar, en þann rétt á Já óskertan.

Með því að láta Já í té umsögn um fyrirtæki og/eða atvinnurekanda og vörur hans og þjónustu, veitir notandi vefsíðunnar, umsagnaraðili og/eða höfundur umsagnarinnar því hér með Já ótakmarkaðan, einhliða rétt til nýtingar og birtingar umsagnarinnar á þeim vettvangi og með þeirri aðferð og tækni sem Já þóknast, þar á meðal á vefsíðunni Já.is, auk þess sem sá aðili veitir Já fullan rétt til að gera önnur eintök af umsögn hans. Fellur sami aðili samhliða frá eigin rétti til nýtingar og birtingar umsagnarinnar á öðrum vettvangi og eintakagerðar af henni og nýtur hann þess réttar ekki eftir að hann hefur sent Já umsögn sína til birtingar, hvorki sjálfur né til framsals annarra aðila. Birting, nýting og eintakagerð umsagna sem er að finna á vefsíðunni er því öðrum aðilum en Já með öllu óheimil án skriflegs samþykkis Já. Brýtur slík notkun gegn lögvernduðum höfundarrétti Já og kann meðal annars að varða bótaskyldu.

Skráning fyrirtækja og rekstraraðila á vefsíðuna byggir á upplýsingum um skráningu þeirra í gagnagrunn Símaskrárinnar, sem einnig er rekin af Já. Upplýsingar um nöfn, símanúmer, heimilisföng, vefföng og vefsíður þeirra rekstrar- og þjónustuaðila sem nefndir eru á síðunni, auk allra ljósmynda, teikninga, tákna og vörumerkja, eru teknar upp úr gagnagrunni Já. Já á ótakmarkaðan höfundarrétt að þeim gagnagrunni og er hann því eign Já að öllu leyti. 

Um notkun vefsíðunnar og birtingu efnis á henni

Notendum vefsíðunnar gefst kostur á að birta persónulegar umsagnir sínar um þau fyrirtæki og atvinnurekendur sem vísað er til á vefsíðunni og þá þjónustu og vörur sem þeir aðilar bjóða. Slíkar umsagnir er þó aðeins heimilt að veita og birta séu þær byggðar á persónulegri reynslu umsagnaraðila af vörum og/eða þjónustu viðkomandi fyrirtækis og/eða atvinnurekanda. Komi í ljós að umsögn byggir ekki á persónulegri reynslu umsagnaraðila er slík umsögn fjarlægð tafarlaust af vefsíðunni.

Allar umsagnir um fyrirtæki og atvinnurekendur sem birtast á vefsíðunni eru frá notendum vefsíðunnar komnar og stafa aðeins frá þeim. Já veitir ekki sjálft umsagnir og lætur ekki í ljós skoðanir sínar á fyrirtækjum og atvinnurekendum sem vísað er til á vefsíðunni. Umsagnir kunna að vera birtar sjálfkrafa á vefsíðunni eftir að notendur hafa veitt þær og sent til birtingar. Ber Já því enga ábyrgð á efnisinnihaldi slíkra umsagna, hvort heldur sem um ræðir réttmæti þeirra, áreiðanleika eða orðfæri.

Umsagnir sem birtast á vefnum eru byggðar á huglægu mati notenda vefsíðunnar. Þær ber að túlka í samræmi við það. 

Óheimilt er að senda umsögn sem innifelur efni sem brýtur gegn lögum og/eða almennu velsæmi, er ærumeiðandi, ósæmandi á einhvern hátt eða hefur að geyma óstaðfestar ásakanir eða dylgjur í garð einstaklinga eða lögaðila. 

Já áskilur sér rétt til að hafa samband við ummælendur til að kanna réttmæti ummæla og Já áskilur sér einnig rétt til þess að fjarlægja umsagnir sem birtar eru á vefnum, að hluta til eða í heild sinni og með hvaða hætti sem Já þóknast. Þá áskilur Já sér einnig rétt til þess að breyta umsögnum fyrir birtingu þeirra, reynist þörf á því að mati Já. Þá er áskilinn réttur til þess að meina einstaklingum og fyrirtækjum um að birta umsagnir á vefsíðunni, telji Já líklegt að í þeim felist misnotkun á vefsíðunni eða af öðrum ástæðum sem taldar eru lögmætar og réttmætar hverju sinni.

 


 

Stjörnur.is og Facebook

Til að geta skráð ummæli á vefnum Stjörnur.is þarf að auðkenna sig með Facebook skráningu.

Stjörnur.is fá þá heimild til að sækja nafn, mynd og netfang frá Facebook og nota nafn og mynd til að sýna höfund ummæla.

Netfangið er eingungis notað til að geta sent höfundi tilkynningu um breytingu á ummælum s.s. ef fyrirtæki svarar ummælunum.

Netfang verður ekki undir neinum kringumstæðum afhent óviðkomandi aðilum eða birt.