Almenningsálit


Snjallsímaforritið Stjörnur.is

Hvaða veitingastaður er næstur mér?

Ertu að leita að næstu ísbúð, veitingastað á Akureyri, eða apóteki í Garðabæ? Stjörnur.is forritið aðstoðar þig við að finna þjónustuaðila í nágrenni við þig.

Hægt er að leita að þjónustuaðilum eftir staðsetningu, stjörnugjöf eða fjarlægð.

Deildu þinni upplifun og reynslu með væntanlegum viðskiptavinum, með því að gefa fyrirtækjum og þjónustuaðilum stjörnur og ummæli í gegnum appið.

 

 

 

Praktísk atriði

  • Stjörnur.is forritið byggir á GPS staðsetningartækni.
  • Ef smellt er á símanúmer fyrirtækja er hægt að hringja í þau.
  • Forritið reiknar út staðsetningu þína og finnur þjónustuaðila í nær umhverfi.
  • Síminn verður að vera nettengdur meðan þjónustan er sótt.
  • Ef smellt er á vefsíður eða póstföng skilar það notandanum í póstkerfi eða vafra.
  • Notast er við Facebook auðkenni þegar notendur gefa ummæli.
  • Til að besta upplifun af snjallsímaforritinu þarf að vera í 3G sambandi.
  • GPS samband er misjanft eftir staðsetningu og er almennt betra utandyra.
 

Stjörnur.is eru í eigu Já hf. sem sér einnig um rekstur vefjarins. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar eða langar að koma ábendingum á framfæri er þér velkomið á senda á okkur póst á póstfangið stjornur@stjornur.is


 

Stjörnur.is og Facebook

Til að geta skráð ummæli á vefnum Stjörnur.is þarf að auðkenna sig með Facebook skráningu.

Stjörnur.is fá þá heimild til að sækja nafn, mynd og netfang frá Facebook og nota nafn og mynd til að sýna höfund ummæla.

Netfangið er eingungis notað til að geta sent höfundi tilkynningu um breytingu á ummælum s.s. ef fyrirtæki svarar ummælunum.

Netfang verður ekki undir neinum kringumstæðum afhent óviðkomandi aðilum eða birt.